Fjárfestar vissu að Seðlabankinn kæmi ekki til bjargar

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Evrópusambandsaðild hefði ein og sér ekki bjargað Íslandi frá hruninu síðastliðið haust. Heldur hrundi fjármálakerfið á Íslandi þar sem fjárfestar vissu að Seðlabanki Íslands myndi ekki koma til bjargar. Þetta kemur fram í grein á vef New York Times sem skrifuð er af þeim George Hay og Richard Beales.

Evran hefði bjargað miklu

Fjalla greinarhöfundar um hrunið á Íslandi, landi þar sem bankakerfið hafi verið átta sinnum stærra heldur en landsframleiðslan og skelfilega ofmetið. Þeir segja hins vegar að evran hefði bjargað bæði íslensku bönkunum og íbúum landsins frá því að sjá skuldir þeirra vaxa jafn mikið og raun ber vitni og að hafa þurft að horfa upp á gjaldmiðil sinn, krónuna, glata verðgildi sínu um 85% frá því kreppan hófst.

Jafnframt hefði Seðlabanki Evrópu komið öðru vísi fram við landið, til að mynda á svipaðan hátt og Ungverjaland, sem fékk 5 milljarða evra að láni frá bankanum í gegnum gjaldeyrisskiptasamninga í október, hefði Ísland verið nýtt ríki innan ESB. Þess í stað þurfti Ísland að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Segir í greininni að ekki séu allir Íslendingar sammála því að ganga inn í ESB. Meðal annars vegna þess að þeir telja að sjálfstæði ríkisins muni skerðast við inngöngu en einnig vegna hagnýtra ástæðna. Með fjármálakerfi í molum þá er það sjávarútvegurinn sem er helsta tekjulind Íslendinga. Með aðild að ESB muni yfirumsjón yfir þeim iðnaði færast til Brussel. 

Eins sé ljóst að aðildarumsókn Íslands mun mæta andstreymi. Hvorki Þjóðverjar né Frakkar, lykilþjóðir sambandsins, vilja ekki að ný ríki verði tekin inn í sambandið fyrr en búið er að samþykkja Lissabon samkomulagið. Það þýði að engin þjóð fari inn næstu tvö árin hið minnsta. Eins geti það tekið lengri tíma ef aðildarríki ESB hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna hrunsins á Íslandi.  

En það æðruleysi Íslendinga á ögurstundu getur bjargað þeim. Ólíkt Argentínu í byrjun áratugarins. Það sjáist á því hvernig Íslendingar taka hlutunum þrátt fyrir að skuldir þjóðarbúsins séu jafn háar og raun ber vitni. Með bæði verðbólgu og vexti yfir 12% og skattahækkanir í farvatninu, „þá geta aðildarríki séð að Ísland er að taka lyfin sín."

Greinin í heild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag