Lettar styðja Íslendinga

Reuters

Utanríkisráðherra Lettlands, Maris Riekstins, fagnar aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og lýsir sig reiðubúinn til þess að styðja við bakið og aðstoða Íslendinga í umsóknarferlinu. Lettar styðja það að Íslendingar gangi í ESB og vilja að umsókn þeirra verði afgreidd með hraði, samkvæmt frétt ISRIA upplýsingaveitunnar. 

Þrátt fyrir að Ísland hafi þegar uppfyllt flest þau skilyrði sem sett eru fyrir aðild, með EES-samningnum og í gegnum Schengen samkomulagið, þá tekur umsóknarferlið tíma og Ísland verður að uppfylla öll þau skilyrði sem sett eru fyrir inngöngu í ESB, segir Riekstins og bætir við: „En ég er viss um að innan fárra ára eiga Ísland og Lettland eftir að verða félagar í Evrópusambandinu. Það er ef meirihluti þjóðarinnar samþykkir inngöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir utanríkisráðherrann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Laugardaginn 21. desember