„Aðildarferlið vel á veg komið"

Carl Bildt , utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Carl Bildt , utanríkisráðherra Svíþjóðar. Retuers

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu sé vel á veg komið vegna aðildar Íslands að evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. 

Bildt sagði er hann kom fyrir nefnd þingmanna Evrópuþingsins í dag að Íslendingar hafi þegar gengið í gegn um stóran hluta þess aðlögunarferlis sem nauðsynlegt sé til aðildar.

„Það eru mikilvæg mál sem enn á eftir að leiða til lykta en stór hluti ferlisins hefur þó farið fram,” sagði hann en Svíar fara nú með forystu innan framkvæmdastjórnar sambandsins. 

Bildt sagði þá viðbót við sambandið sem aðild Íslands væri myndi auka aðkomu þess að norðurskautssvæðinu þar sem möguleikar séu taldar á að olía og gas finnist.

Þá sagði hann umfangsmikil umhverfisverkefni blasa við á svæðinu auk spennandi möguleika varðandi hugsanlegar ferðaleiðir og orkunýtingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær