Hafði samband bæði við Breta og Hollendinga

Reuters

Haft var eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í fréttum Sjónvarpsins í kvöld að íslenska utanríkisráðuneytið hafi haft formlegt samband við bæði hollenska og breska utanríkisráðuneytið í morgun til að undirstrika að íslensk stjórnvöld telji fráleitt að tengja Icesave-málið við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Bæði Össur og Steingrímur J, Sigfússon fjármálaráðherra hafa sagt ummæli hollenska utanríkisráðherrans um tengsl þessara tveggja mála óheppileg.

Ráðherrann Maxime Verhagen hefur sagt að erfitt geti orðið fyrir hollensk yfirvöld að verja umsókn Íslendinga um Evrópusambandsaðild fyrir þingmönnum þar náist ekki að ljúka Icesave samningunum. Þá sagði hann að verði Icesave-málið leyst á skjótan hátt muni það greiða fyrir aðildarferli Íslands þar sem það muni þá sýna að Íslendingar taki tilmælum Evrópusambandsins alvarlega.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Mánudaginn 20. janúar