Ræðir við Bildt um ESB umsókn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mbl.is/Ómar

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra held­ur í dag til Stokk­hólms þar sem hann mun eiga fund með Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar á morg­un, fimmtu­dag.

Svíþjóð fer nú með for­mennsku í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins og mun Össur fylgja aðild­ar­um­sókn Íslands að ESB úr hlaði á fund­in­um. Þá munu þeir Bildt ræða um­sókn­ar­ferlið og næstu skref.

Carl Bildt sagði í gær í sam­tali við Bloom­berg frétta­veit­una að aðild­ar­ferli Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu sé vel á veg komið vegna aðild­ar Íslands að evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Bildt sagði er hann kom fyr­ir nefnd þing­manna Evr­ópuþings­ins í gær að Íslend­ing­ar hafi þegar gengið í gegn­um stór­an hluta þess aðlög­un­ar­ferl­is sem nauðsyn­legt sé til aðild­ar.

„Það eru mik­il­væg mál sem enn á eft­ir að leiða til lykta en stór hluti ferl­is­ins hef­ur þó farið fram,” sagði Bildt.

Carl Bildt.
Carl Bildt. Reu­ters
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær