Vilja ganga lengra en Verhagen

Maxime Verhagen.
Maxime Verhagen.

Hol­lensk­ir fjöl­miðlar fjalla í dag áfram um Ices­a­ve og mögu­leika á að það verði ekki samþykkt hér. Dag­blaðið Volkskr­ant seg­ir á vef sín­um í dag að Verka­manna­flokk­ur­inn, Partij van de Arbeid, (PvdA) vilji ganga enn lengra held­ur en ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins sem ræddi við Össur Skarp­héðins­son í gær. 

Líkt og fram kom á mbl.is í gær­kvöldi hringdi Max­ime Ver­hagen, ut­an­rík­is­ráðherra Hol­lands, í ís­lenska starfs­fé­laga sinn, Össur Skarp­héðins­son í gær. Sam­kvæmt frétt hol­lenska blaðsins Trouw sagði Ver­hagen að samþykkja þurfi Ices­a­ve-sam­komu­lagið ef Íslend­ing­ar vilja upp­fylla skil­yrði fyr­ir Evr­ópu­sam­bandsaðild.

 Á vef Volkskr­ant í dag er haft eft­ir Luuk Blom, þing­manni PvdA, að flokk­ur­inn vilji ein­ung­is ræða við Íslend­inga ef allt sé frá gengið. „Fyrst pen­ing­ana, síðan viðræður." 

Frétt Volkskr­ant í dag

Um­fjöll­un EU­O­ber­ser­ver um sam­skipti Hol­lands og Íslands

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær