Hollenskir fjölmiðlar fjalla í dag áfram um Icesave og möguleika á að það verði ekki samþykkt hér. Dagblaðið Volkskrant segir á vef sínum í dag að Verkamannaflokkurinn, Partij van de Arbeid, (PvdA) vilji ganga enn lengra heldur en utanríkisráðherra landsins sem ræddi við Össur Skarphéðinsson í gær.
Líkt og fram kom á mbl.is í gærkvöldi hringdi Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands, í íslenska starfsfélaga sinn, Össur Skarphéðinsson í gær. Samkvæmt frétt hollenska blaðsins Trouw sagði Verhagen að samþykkja þurfi Icesave-samkomulagið ef Íslendingar vilja uppfylla skilyrði fyrir Evrópusambandsaðild.
Á vef Volkskrant í dag er haft eftir Luuk Blom, þingmanni PvdA, að flokkurinn vilji einungis ræða við Íslendinga ef allt sé frá gengið. „Fyrst peningana, síðan viðræður."
Umfjöllun EUOberserver um samskipti Hollands og Íslands