Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti Carli Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu með formlegum hætti við hátíðlega athöfn sænska utanríkisráðuneytinu í Stokkhólmi í morgun.
Össur ræddi við Bildt um umsóknarferlið og næstu skref varðandi aðild Íslands að ESB. Í kjölfarið hófst blaðamannafundur kl. 10:45 að sænskum tíma.
„Í dag hef ég þeirri sögulegu skyldu að gegn að afhenda aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu með formlegum hætti,“ sagði Össur við athöfnina í dag.
Svíar tóku við forsæti í Evrópusambandinu í byrjun þessa mánaðar og munu gegna því næsta hálfa árið.