Leiðin styttri fyrir Ísland

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar aðildarumsókn Íslands.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar aðildarumsókn Íslands. Reuters

Ísland mun ekki geta stytt sér leið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, aö sögn Svía sem nú eru í forsæti í sambandinu. Þetta sagði Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar fyrir fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í morgun. Hann sagði ljóst að leiðin væri styttri fyrir Ísland en ýmsa aðra.

„Það er engin hraðbraut fyrir Ísland, en augljóslega er brautin styttri fyrir Ísland því þeir eru hluti af innri markaðnum og Schengen svæðinu,“ sagði Bildt. Hann sagði að tekið yrði eitt skref í einu.

Reiknað er með að utanríkisráðherrafundur ESB í dag muni senda umsókn Íslands um aðild áfram til framkvæmdastjórnarinnar. Svartfjallaland sótti um aðild að ESB í desember síðastliðnum. Umsóknin var ekki samþykkt fyrr en í apríl s.l. 

Umsókn Albaníu um aðild, sem lögð var inn í apríl s.l., hefur ekki enn verið send til framkvæmdastjórnarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Loka