Össur: „Diplómatískur sigur“

00:00
00:00

„Ég er auðvitað ákaf­lega glaður og ham­ingju­sam­ur með það að ut­an­rík­is­ráðherr­arn­ir skuli hafa af­greitt þetta í dag. Það er diplóma­tísk­ur sig­ur fyr­ir okk­ur Íslend­inga. Það var ekki sjálf­gefið,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra varðandi aðild­ar­um­sókn Íslands, sem hef­ur verið vísað til fram­kvæmda­stjórn­ar ESB.

Össur seg­ir að það sé ekki hægt að halda því fram að verið sé að hraða um­sókn­ar­ferl­inu held­ur sé verið að meta stöðu Íslands miðað við þátt­töku Íslend­inga í Evr­ópu­ferl­inu. Í gegn­um EES-samn­ing­inn og Schengen-sam­komu­lagið hafi Ísland tekið upp 65-70% af reglu­verki ESB, og það hafi áhrif.

Mik­il und­ir­bún­ings­vinna hefst nú í fram­hald­inu. Össur seg­ir að næsta skref í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu sé að skipa samn­inga­nefnd Íslands gagn­vart ESB. Það verði gert á næstu vik­um. 

Fram­kvæmda­stjórn ESB mun svo meta stöðu Íslands og hæfni sem um­sókn­arþjóðar. Össur seg­ir að ís­lensk stjórn­völd von­ist til þess að mat­inu verði lokið í lok nóv­em­ber.

Þá verði til „50-60 blaðsíðna skýrsla frá fram­kvæmda­stjórn­inni, sem er þá send á leiðtoga­fund­inn sem verður fyrri­hluta des­em­ber. Ég vænti þess, miðað við viðtök­urn­ar til þessa og í dag, að sú ákvörðun verði já­kvæð, og við tek­in form­lega inn í um­sókn­ar­ferlið,“ seg­ir Össur.

Í fram­hald­inu hefj­ist ríkjaráðstefna í, von­andi í fe­brú­ar að sögn Öss­ur­ar, þar sem lagður verði ramm­inn að viðræðunum. „Síðan fer þetta af stað, kafla fyr­ir kafla. Að lok­um stönd­um við uppi með samn­ing sem við kom­um með hingað heim og verður lagður fyr­ir þjóðina.“

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Þriðjudaginn 25. mars