Vilja ekki að Ísland fái forgang

Reuters

Þrátt fyr­ir að ut­an­rík­is­ráðherr­ar ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins telji að um­sókn­ar­ferli Íslands verði styttra en margra annarra ríkja þá voru ein­hverj­ir ut­an­rík­is­ráðherr­ar fljót­ir til að sann­færa ríki á Balk­anskag­an­um, sem hafa þegar sótt um aðild að ESB, um að um­sókn Íslands muni ekki valda því að þeirra um­sókn­ir fari aft­ar í röðina. Hins veg­ar njóti Ísland góðs af samn­ingn­um um evr­ópska efna­hags­svæðið sem þýðir að Ísland hef­ur upp­fyllt mörg þeirra skil­yrða sem sett eru fyr­ir aðild að ESB.

Óvissa með hve lang­an tíma matið tek­ur

Líkt og fram hef­ur komið í dag þá vísuðu ut­an­rík­is­ráðherr­ar ESB um­sókn Íslands áfram á fundi sín­um í morg­un.

Það þýðir að fram­kvæmda­stjórn ESB mun kynna sér ís­lensk lög og stofn­an­ir, ferli sem get­ur tekið marga mánuði, að því er seg­ir í frétt Reu­ters. Ef niðurstaða fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar er já­kvæð hefjast form­leg­ar viðræður í kjöl­farið.

Bern­ard Kouchner, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, seg­ir að taka verði til­lit til þeirra ríkja sem sóttu um á und­an Íslandi. Eng­inn hafi sett sig upp á móti um­sókn Íslands en hann telji að virða beri röð um­sækj­enda.

Vill af­greiða Ísland og Króa­tíu sam­an

Bæði Carl Bildt og Michael Spindel­egger, ut­an­rík­is­ráðherr­ar Svíþjóðar og Aust­ur­rík­is, tóku fram að ekki mætti gleyma um­sækj­end­um af Balk­anskag­an­um, ríkj­um eins og Serbíu og Alban­íu, á meðan lagt væri mat á um­sókn Íslands. Ef um­sókn Íslands yrði af­greidd með hraði þá gæti það valdið óróa meðal um­sækj­enda á Balk­anskag­an­um án þess þó að Ísland bland­ist þar inn.

Spindel­egger seg­ir að ESB eigi ekki að hleypa Íslandi fram fyr­ir aðra um­sækj­end­ur og að af­greiða eigi um­sókn­ir Íslands og Króa­tíu sam­hliða. Hann seg­ir að Aust­ur­ríki vilji að Alban­ía myndi nán­ari tengsl við ESB en Alban­ía sótti um aðild í apríl. Um­sókn­in hef­ur hins veg­ar ekki fengið fram­gang vegna stjórn­mála­ástands­ins í land­inu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær