Brýnt að leysa Icesave-deilu

Frá blaðamannafundi Össurar og Lellouche í morgun.
Frá blaðamannafundi Össurar og Lellouche í morgun. mbl.is/Kristinn

Evr­ópu­málaráðherra Frakk­lands, Pier­re Lellouche, átti í morg­un fund með Öss­uri Skarp­héðins­syni ut­an­rík­is­ráðherra í Reykja­vík en Lellouche er stadd­ur hér í heim­sókn. Lellouche sagði aðspurður að ekki væru nein bein tengsl milli ESB-um­sókn­ar Íslands og Ices­a­ve-deil­unn­ar en hún hefði vafa­laust áhrif.

 Hann sagði mik­il­vægt að Ísland styddi til­lög­ur Frakka um að herða eft­ir­lit með fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Ices­a­ve væri mik­il­vægt fyr­ir tvö aðild­ar­ríki ESB og finna yrði lausn á mál­inu.  ,,Ég ætla ekki að blanda mér í deil­urn­ar um bank­ana, það er ekki mitt starf. En það verður að að taka á mál­inu. Þegar ég hlustaði á suma af ráðherr­un­um í Brus­sel fyr­ir nokkr­um dög­um kom þetta mjög skýrt fram."

 Hann sagði Ísland hafa margt fram að færa í ESB, lega lands­ins og löng saga lýðræðis hér sýndi það. ,,Hvað varðar um­sókn Íslands get ég sagt að ég veit ekki til þess að neitt ríki sé and­vígt aðild ykk­ar og það eru góð tíðindi," sagði Lellouche. ,,Við Frakk­ar sett­j­um eitt mik­il­vægt skil­yrði og það á ekki bara við um mál Íslands. Við þurf­um not­hæf­an samn­ing [um skipu­lag og starfs­hætti ESB]. Ég vona að Lissa­bon-sátt­mál­inn verði samþykkt­ur en sú ákvörðun er í hönd­um írskra kjós­enda 2. októ­ber. 

 Verði Lissa­bon-sátt­mál­inn ekki samþykkt­ur verðum við í vanda. Þá mun­um við þurfa að hverfa aft­ur til Nice-sátt­mál­ans og hann ger­ir ein­fald­lega ekki mögu­legt að stækka sam­bandið, kerfið myndi þá ekki virka.

Ísland er að sjálf­sögðu þegar mjög vel statt í ferl­inu vegna þátt­töku sinn­ar í Evr­ópska efna­hags­svæðinu og Schengen, landið hef­ur þegar full­nægt fjöl­mörg­um lög­um og reglu­gerðum ESB. Það á ekki að leyfa neinu ríki að fara eft­ir ein­hverri hraðbraut eða leyfa því að fara fram fyr­ir önn­ur um­sókn­ar­ríki, ég er einkum að hugsa um Balk­an­lönd­in í því sam­bandi. Fleiri ríki vilja fá aðild og þau fara inn á eig­in skil­yrðum, það verða all­ir að gera."

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær