Fréttaskýring: Íslendingar vilja á methraða í viðræður

Ísland í hópinn? Mikið verk bíður íslenskrar stjórnsýslu við að …
Ísland í hópinn? Mikið verk bíður íslenskrar stjórnsýslu við að svara ítarlegum spurningum framkvæmdastjórnar ESB, m.a. um stjórnkerfið. Reuters

Mörg dæmi eru um skemmri af­greiðslu­tíma en 14 mánuði á álits­gerð fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Sér­fræðing­ur Evr­ópu­mála seg­ir bjart­sýni að telja að álits­gerð verði lokið fyr­ir des­em­ber.

Því hef­ur verið haldið fram í fjöl­miðlum að álits­gjöf fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins vegna um­sókna ríkja um aðild­ar­viðræður hafi skemmst tekið 14 mánuði. „Skemmsti tími álits­gerðar fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar á um­sókn­ar­landi tók 14 mánuði, en í til­felli Íslands ýtir Stokk­hólm­ur á yf­ir­menn ESB að ljúka ferl­inu und­ir sænsku for­sæti svo viðræður geti haf­ist snemma árs 2010,“ seg­ir á frétta­vefn­um EurActiv sem sér­hæf­ir sig í frétt­um af mál­efn­um ESB.

Heim­ild­armaður inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar ESB vildi ekki kann­ast við að stysti tími slíkr­ar álits­gerðar væri 14 mánuðir þegar blaðamaður spurði hann álits í gær. Hann nefndi ferlið vegna um­sókn­ar Finn­lands sem dæmi en sagði jafn­framt að fara þyrfti var­lega við að bera sam­an um­sókn­ar­ferli landa, þó að EFTA-lönd­in stæðu vissu­lega í svipuðum spor­um á mörg­um sviðum.

Mörg dæmi um fljóta af­greiðslu

Fram­kvæmda­stjórn ESB gaf álit sitt vegna um­sókn­ar Nor­egs um aðild­ar­viðræður eft­ir aðeins fimm mánaða mats­ferli. Sama ferli tók níu mánuði vegna um­sókn­ar Finna árið 1992 og 12 mánuði vegna um­sókn­ar Svía árið 1991.

Íslensk yf­ir­völd bíða nú eft­ir löng­um og ít­ar­leg­um spurn­ingalista fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Svör­in verða svo til hliðsjón­ar ákvörðun leiðtoga ESB um hvort Íslend­ing­um verði hleypt til aðild­ar­viðræðna eða ekki.

Íslensk stjórn­völd stefna á að verða kom­in í gegn­um ferlið fyr­ir næsta leiðtoga­fund ESB í des­em­ber.

„Þeir biðja um ít­ar­upp­lýs­ing­ar þegar þeir eru bún­ir að fá svör­in frá okk­ur og ég vænti þess að fram­kvæmda­stjórn­in verði til­bú­in með sína skýrslu um hæfni Íslands ekki seinna en í lok nóv­em­ber. Mér er sagt að það sé met­hraði en Íslend­ing­ar ferðast oft hratt,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra. Auðunn Arn­órs­son seg­ir að svo hröð meðferð gæti orðið erfið. „Sam­kvæmt mín­um heim­ild­um í Brus­sel þykir það bjart­sýni að ætla að þessu mati fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar verði lokið í des­em­ber. Raun­hæf­ara sé að áætla að það verði ekki fyrr en á leiðtoga­fund­in­um í mars sem ákvörðun verði tek­in um form­leg­ar viðræður,“ seg­ir Auðunn.

Hver veit svör­in?

„Íslenska stjórn­sýsl­an er vön að fást við reglu­verk sam­bands­ins,“ seg­ir Auðunn Arn­órs­son, sér­fræðing­ur í Evr­ópu­mál­um. Hann seg­ir ís­lenska stjórn­sýslu standa vel að vígi hvað þetta varði, aðild­in að EES-samn­ingn­um geri þar gæfumun­inn og vinn­an ætti því ekki að vefjast fyr­ir fólki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær