El País vill meiri samhug Íslendinga

El País þykir verst að það skuli ekki vera pólitísk …
El País þykir verst að það skuli ekki vera pólitísk eining um umsóknina á Íslandi. Reuters

Í leiðara sín­um í dag seg­ir spænska dag­blaðið El País að beiðni Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið staðfesti að það sé eft­ir­spurn eft­ir ESB og að það líti bet­ur út utan frá en inn­an frá. Leiðara­höf­und­ur fjall­ar lítið um fiski­mið Íslands en ótt­ast mest að ís­lenska þingið og þjóðin standi ekki heil á bakvið um­sókn­ina.

Í leiðar­an­um seg­ir að hugs­an­legt fram­boð Íslands eigi ekki skilið höfn­un þar sem landið upp­fylli mörg þau skil­yrði sem sett eru fyr­ir inn­göngu, lýðræðis­ríki með nú­tíma­leg­an efna­hag og lagaum­hverfi sem hef­ur verið lagað að því evr­ópska.

En El País seg­ir að það séu mörg skil­yrði sem þarf að upp­fylla til að tryggja að meðferð um­sókn­ar­inn­ar verið ekki samþykkt sjálf­krafa og að það þurfi til dæm­is að bíða eft­ir niður­stöðu úr írsku þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Lissa­bon sátt­mál­ann til að „auka ekki á óör­yggi og glundroða."

Leiðara­höf­undi þykir það ekki miður að bíða þurfi eft­ir Írun­um. „...Þannig vinnst einnig tími til að róa um­sækj­end­ur á Balk­anskaga og í Tyrklandi," seg­ir í leiðar­an­um.

Banka­hrunið ekki verst

Leiðara­höf­und­ur nefn­ir ís­lenska banka­hrunið og seg­ir:  „Það sem er verst fyr­ir Ísland er að (um­sókn­in) er ein­vörðungu drif­in áfram af óðag­oti og ótta við að standa eitt uppi í frammi fyr­ir kreppu sem hef­ur knúið fram gríðarlega „banka­björg­un" sem hef­ur fært landið að barmi gjaldþrots sem kallaði á björg­un alþjóðlegra stofn­ana."

En að mati leiðara­höf­und­ar er það ekki það sem er verst við um­sókn Íslands held­ur „...að meiri­hluti þings­ins sem styður um­sókn­ina er all­ur úr ein­um flokki sem kall­ar hugs­an­lega á efa­semd­ar­menn um ESB frá þessu landi í framtíðinni. ESB er ekki sjálf­stæð björg­un­ar­sveit eða trú­fé­lag. Það þarf ekki á fleiri aðild­ar­lönd­um sem myndu vilja halda öðru fram. Kannski er upp runn­in sú stund að það þurfi að út­víkka Kaup­manna­hafn­ar viðmiðin eða skil­yrðin fyr­ir inn­göngu (lýðræði, líf­væn­leg­ur/​stöðugur efna­hag­ur, aðlög­un lagaum­hverf­is) og bæta við að póli­tísk­ur og sam­fé­lags­leg­ur vilji til þess að til­heyra þess­um klúbbi sé nauðsyn­leg­ur," sagði leiðara­höf­und­ur að lok­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Þriðjudaginn 25. mars

Mánudaginn 24. mars

Sunnudaginn 23. mars

Laugardaginn 22. mars