Fleiri andvígir aðild að ESB og vilja þjóðaratkvæðagreiðslu

Fleiri Íslend­ing­ar eru and­víg­ir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB)en hlynnt­ir sam­kvæmt skoðana­könn­un sem Capacent Gallup gerði fyr­ir And­ríki.

Spurt var;  Ert þú hlynnt/​ur eða and­víg/​ur inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið? Varð niðurstaðan sú að „mjög hlynnt“ voru 17,1%, „frek­ar hlynnt“ 17,6%, „frek­ar and­víg“ voru 19,3% og „mjög and­víg“ 29,2%. „Hvorki né“ sögðust 16,9% vera.
 
Kem­ur fram að ef þeim, sem völdu svarið „hvorki né“, er sleppt úr niður­stöðunum, séu 58,3% frek­ar eða mjög and­víg inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið, en 41,7% frek­ar eða mjög hlynnt.

Í sömu könn­un kem­ur fram að meiri­hluti þeirra sem taka af­stöðu, vildu fá þjóðar­at­kvæðagreiðslu um þá ákvörðun að Íslandi sæki um aðild að ESB.

Lögð var fram spurn­ing­in:  Ert þú hlynnt/​ur eða and­víg/​ur því að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu?

Var niðurstaðan sú að „mjög hlynnt“ voru 45,3%, „frek­ar hlynnt“ 15,6%, „frek­ar and­víg“ voru 11,3% og „mjög and­víg“ 17,9%. „Hvorki né“ svöruðu 9,9% þátt­tak­enda.
 
Fram kem­ur að ef þeim sem völdu svarið „hvorki né“, er sleppt úr niður­stöðunni, vilji 67,6% aðspurðra fá þjóðar­at­kvæðagreiðslum um það hvort "Ísland eiga að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu" en 32,4% eru ekki hlynnt þjóðar­at­kvæðagreiðslunni.

Könn­un­in var gerð dag­ana  16. til 27. júlí 2009 og voru 1273 í úr­tak­inu. Af þeim svöruðu 717 og svar­hlut­fall var því 56,3%.
 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 28. mars