Vilja ESB spurningar á íslensku

Bændasamtök Íslands hafa sent utanríkisráðuneytinu erindi og óskað eftir því að fá í hendur íslenska útgáfu spurningalista Evrópusambandsins sem fjallar um landbúnaðarmál eða varða félagsmenn BÍ sérstaklega. Í bréfi samtakanna segir að þetta sé nauðsynlegt svo kynna megi félagsmönnum spurningarnar.

Á vef Bændasamtakanna segir að BÍ hafi í erindi sínu lagt áherslu á að utanríkisráðuneytið kynnti bændum með góðum fyrirvara svör um landbúnaðar- og byggðamál áður en þau verða send til ESB. Enn fremur fara samtökin fram á að sjónarmið þeirra varðandi hugsanlegan aðildarsamning verði látin fylgja nefndum svörum.

Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra spurningalista frá frá framkvæmdastjórn ESB í liðinni viku.

Um er að ræða um 2500 spurningar sem skiptast í 33 kafla og beinast að þeim efnisþáttum sem fyrirhugaðar aðildarviðræður munu lúta að. Auk þess er athyglinni beint að ýmsum innviðum landsins, stofnanalegri uppbyggingu og stjórnkerfi. Einstök ráðuneyti og stofnanir munu undirbúa svör við spurningunum á næstu vikum en gert er ráð fyrir að þau liggi fyrir eins fljótt og kostur er.

Spurningalisti ESB

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær