Þingmenn á Evrópuþinginu munu kjósa á morgun um hvort Jose Manuel Barroso gegni áfram embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Frá því nýtt þing var kjörið í júní hafa margir þingmanna leitað logandi ljósi að öðrum frambjóðanda en enginn hefur boðið sig fram á móti sitjandi forseta, Barroso.
Borroso, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal, hefur verið gagnrýndur fyrir það hvernig hann tók á efnahagskreppunni þegar hún skall á en þrátt fyrir það þykir fullvíst að hann verði kjörinn með talsverðum meirihluta en hann nýtur stuðnings um 400 þingmanna af 736.
Ekki er enn öruggt hvort jafnaðarmenn muni greiða honum atkvæði á morgun eða sitja hjá en græningjar hafa haft sig einna mest frammi gegn Barroso á Evrópuþinginu.