Ekki formlegar lánaviðræður við ESB

Lán frá ESB?
Lán frá ESB? Reuters

“Þetta er enn í skoðun innan ESB. Það hafa ekki farið fram samningaviðræður milli Íslands og ESB”  

Þetta hefur Forbes eftir Urði Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúa Utanríkisráðuneytisins þegar leitað var viðbragða hjá henni við frétt Fréttablaðsins um að íslenskir embættismenn ættu í viðræðum við ESB um efnahagslegan stuðning sambandsins við Ísland.

Urður staðfesti að rætt hefði verði við ESB en engar formlegar viðræður hefðu farið fram. Málið hefði fyrst komið upp í október í kjölfar fjármálahrunsins.

Forbes bendir á að bankahrunið hafi skilið efnahag Íslands eftir í molum, en tekist hafi að tryggja lán upp á 2,1 milljarð bandaríkjadala frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Einnig er haft eftir Sveinbirni Hannessyni hjá sendiráði ESB, að láni sambandsins yrði ætlað að styðja við lánveitingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarra aðildarríkja ESB til Íslands þó hann hafi ekki viljað tjá sig um fjárhæðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær