Ræddu hagsmuni í sjávarútvegi

Halldór Sveinbjörnsson

Migu­el Ang­el Morat­in­os, ut­an­rík­is­ráðherra Spán­ar, átti fund með Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra, í Stjórn­ar­ráðshús­inu í kvöld. Ráðherr­arn­ir ræddu tví­hliða sam­skipti Íslands og Spán­ar sem eiga sér langa sögu og þörf­ina á frek­ari sam­ræðu milli stjórn­valda í lönd­un­um m.a. um hags­muni í sjáv­ar­út­vegs­mál­um.

Spánn tek­ur við for­mennsku í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins um næstu ára­mót er for­mennsku­tíma­bili Svía lýk­ur og var rætt um þær áhersl­ur sem Spán­verj­ar munu hafa í for­ystu­hlut­verk­inu.

For­sæt­is­ráðherra þakkaði stuðning spænsku stjórn­ar­inn­ar við um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og ráðherr­arn­ir urðu ásátt­ir um að skipt­ast á upp­lýs­ing­um í um­sókn­ar­ferl­inu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Miguel Angel Moratinos
Migu­el Ang­el Morat­in­os Reu­ters
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær