Lánar ESB Íslandi?

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Þrátt fyrir að Rússar hafi gengið úr skaftinu sem lánveitendur innan vébanda áætlunar AGS og stjórnvalda telur sjóðurinn að fjármögnun áætlunarinnar sé tryggð. Tiltekur sjóðurinn þar að í stað 500 milljón Bandaríkjadala láns frá Rússum megi eiga von á 150 milljón dala láni frá Evrópusambandinu, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þar kemur fram að fyrst hafi verið imprað á láni frá ESB á haustdögum án þess að tilgreint væri nákvæmlega um hvað væri að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Loka