Þrátt fyrir að Rússar hafi gengið úr skaftinu sem lánveitendur innan vébanda áætlunar AGS og stjórnvalda telur sjóðurinn að fjármögnun áætlunarinnar sé tryggð. Tiltekur sjóðurinn þar að í stað 500 milljón Bandaríkjadala láns frá Rússum megi eiga von á 150 milljón dala láni frá Evrópusambandinu, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.
Þar kemur fram að fyrst hafi verið imprað á láni frá ESB á haustdögum án þess að tilgreint væri nákvæmlega um hvað væri að ræða.