Össur í Róm

Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini og Össur Skarphéðinsson
Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini og Össur Skarphéðinsson

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra sit­ur nú leiðtoga­fund Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (FAO) í Róm um fæðuör­yggi í heim­in­um. Lagði ráðherra í ræðu sinni áherslu á aðgerðir til að auka fæðuör­yggi á kom­andi árum og sagði Íslend­inga reiðubúna að deila þekk­ingu sinni í því sam­bandi.  Þá átti ráðherra fund með ut­an­rík­is­ráðherra Ítal­íu, Franco Fratt­ini, og ræddu þeir sam­skipti ríkj­anna og aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.
 
Í ræðu sinni hjá FAO sagði ut­an­rík­is­ráðherra þjóðum heims hafa mistek­ist að nýta þann mikla auð sem skap­ast hefði á síðustu árum, áður en til efna­hagskrepp­unn­ar kom, til að auka fæðuör­yggi í heim­in­um.

Sagði ráðherra ljóst að eitt mik­il­væg­asta verk­efni þjóða heims væri að ná bind­andi sam­komu­lagi um los­un gróður­húsaloft­teg­unda á lofts­lags­ráðstefn­unni í Kaup­manna­höfn í des­em­ber. Sam­komu­lag myndi hafa bein áhrif á fæðuör­yggi í heim­in­um, þar sem auka þyrfti land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­fram­leiðslu um 70% á næstu 40 árum miðað við mann­fjölda­spár, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Sagði ráðherra Íslend­inga vera reiðubúna að deila þekk­ingu sinni á nýt­ingu sjálf­bærra fiski­stofna, á land­græðslu til að end­ur­heimta land sem nýta mætti til land­búnaðar og á nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­linda. Þess­ari þekk­ingu væri nú þegar komið á fram­færi í gegn­um stofn­an­ir Sam­einuðu þjóðanna, m.a. sjáv­ar­út­vegs- og jarðhita­skóla SÞ.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær