Sendiherra ESB á Íslandi kemur í byrjun árs

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Samn­ing­ur um stofn­un sendi­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi hef­ur verið staðfest­ur af hálfu rík­is­stjórn­ar Íslands. Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra und­ir­ritaði sam­komu­lag við Benitu Fer­rero-Waldner, sem fer með ut­an­rík­is­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, um stofn­un sendi­nefnd­ar ESB í Reykja­vik sem taka mun til starfa í upp­hafi næsta árs. Yf­ir­maður sendi­nefnd­ar­inn­ar og sendi­herra ESB verður Timo Summa.

Samn­ing­ur­inn kveður á um að ESB skuli hafa stöðu lögaðila á Íslandi, hafa hæfi til samn­inga­gerðar, til að eign­ast og ráðstafa fast­eign­um og lausa­fé eft­ir þörf­um og til þess að geta upp­fyllt skyld­ur sín­ar og til að reka mál, að því er seg­ir á vef ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Auk þess skal sendi­nefnd fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar njóta hér á landi þeirra rétt­inda, for­rétt­inda og friðhelgi og vera bund­in af þeim sam­svar­andi skyld­um sem Vín­ar­samn­ing­ur­inn um stjórn­mála­sam­band frá 1961 kveður á um og veitt eru og hvíla á sendi­ráðum með umboð gagn­vart Íslandi. Þessi rétt­indi, for­rétt­indi og friðhelgi eru veitt með því skil­yrði að aðild­ar­ríki ESB veiti sendi­ráði Íslands sömu rétt­indi, for­rétt­indi og friðhelgi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær