Vill öll norrænu ríkin í ESB

Reuters

Ef nor­rænu rík­in eiga að taka skref í þá átt að mynda sam­bands­ríki er nauðsyn­legt að þau öll ger­ist aðilar að Atlants­hafs­banda­lag­inu, Evr­ópu­sam­band­inu og evru­sam­starf­inu,  seg­ir Hall­dór Ásgríms­son, fram­kvæmda­stjóri Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar. Er þetta svar hans við til­lögu sænska rit­höf­und­ar­ins Gunn­ar Wetter­berg um stofn­un nor­ræns sam­bands­rík­is.

Sam­band nor­rænu fé­lag­anna bauð þeim tveim­ur á for­sæt­is­nefnd­ar­fund til þess að ræða hug­mynd­ina í Kristjáns­borg í Kaup­manna­höfn.

Gunn­ar Wetter­berg skýrði frá hug­mynd sinni um nor­rænt sam­bands­ríki, en hún hef­ur orðið til­efni fjör­ugra umræðna á Norður­lönd­um, frá því hann setti hana fram í grein í Dagens Nyheter á sama tíma og Norður­landaráðsþing var haldið í Stokk­hólmi í októ­ber í fyrra.

Sam­kvæmt Wetter­berg mun nor­rænt sam­bands­ríki veita Norður­lönd­um sterk­ari valda­stöðu á alþjóðleg­um vett­vangi, því þau yrðu sam­an 10. stærsta hag­kerfi heims, litlu minna en Kan­ada og Spánn, en stærra en Bras­il­ía og Rúss­land, að því er seg­ir í frétt frá Norður­landaráði.

Ef Norður­lönd­in fengju að taka þátt í G20-hópn­um myndu þau fá miklu meira vald en þau hafa í dag sem fimm lít­il ríki, sagði Wetter­berg.

Sam­kvæmt Wetter­berg mun nor­rænt sam­bands­ríki veita Norður­lönd­um sterk­ari valda­stöðu á alþjóðleg­um vett­vangi, því þau yrðu sam­an 10. stærsta hag­kerfi heims, litlu minna en Kan­ada og Spánn, en stærra en Bras­il­ía og Rúss­land.

Wetter­berg sem kall­ar hug­mynd sína „raun­sæja draum­sýn", út­skýrði að með Sviss sem fyr­ir­mynd væri vel hægt að ímynda sér mun nán­ara nor­rænt sam­starf um ut­an­rík­is- og varn­ar­mál, rann­sókn­ir, vinnu­markað og lög­gjöf.

Hall­dór Ásgríms­son sagði að sér fynd­ist afar já­kvætt að hug­mynd­ir Gunn­ars Wetter­berg hefðu kveikt umræður um nor­rænt sam­starf.

Hann sagði að hann teldi að aðild að NATÓ, ESB og Evru-sam­starf­inu væri fyrsta póli­tíska prófraun­in á nán­ara nor­rænt sam­starf.

Hann kvaðst já­kvæður gagn­vart því að vinna áfram að því að gera nor­ræna samn­inga, t.d. á sviði skatta­mála og höf­und­ar­rétt­ar.

Það yrðu erfiðar en einnig raun­hæf­ar viðbæt­ur við nú­ver­andi nor­ræna sam­starfs­samn­inga eins og Hels­ink­isátt­mál­ann og tungu­mála­sátt­mál­ann, sagi Hall­dór Ásgríms­son.

Gunn­ar Wetter­berg treyst­ir nú á að þing­menn í Norður­landaráði leggi fram til­lögu um að gerð verði for­könn­un á því hvernig nor­rænt sam­bands­ríki gæti litið út, fyr­ir Norður­landaráðsþing sem haldið verður á Íslandi í nóv­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina