Finna ESB flest til foráttu

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópusambandsins (ECB) í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópusambandsins (ECB) í Frankfurt.

Íslendingar finna Evrópusambandinu flest til foráttu ef marka má frétt Reuters. Þar kemur fram að þegar kemur að sjávarútvegi þá telji Íslendingar að  séu afskiptin of mikil en þegar kemur að skuldadeilu líkt og Icesave og stöðu ríkissjóðs Grikklands þá telji þeir að ekki sé  nóg gert. Þetta þýði að Ísland, sem hafi margar góðar ástæður fyrir inngöngu í ESB, sýni lítinn áhuga nú.

Reuters hefur eftir Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur, sem stýrir gerð skoðanakannanna hjá Capacent, að aukinnar tortryggni gæti meðal Íslendinga í garð ESB. Þar skipti máli hvernig komið er fram við Grikkland og að það geri fólki ljóst að það öryggi sem sótt var í sem ESB-ríki sé ekki eitthvað sem sé borðliggjandi.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, staðfestir að Icesave málið hafi ekki aukið á vinsældir ESB meðal Íslendinga. En það sé ekki það eina. Til að mynda sé Grikkland, sem er aðili að myntbandalagi Evrópu, ekki að fá mikinn stuðning frá Evrópusambandinu.

Hann segir að kreppan hafi sannfært marga um gildi þess að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt er lækka til að auka verðmæti útflutnings.

Hér er greinin í heild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær