Einn helsti Evrópusérfræðingur franska dagblaðsins Liberation, Jean Quatremer, leggst eindregið gegn því að gengið sé til Evrópusambandsviðræðna við Ísland og hvetur til þess að leiðtogaráðið hafi ráð framkvæmdastjórnarinnar um viðræður við Ísland að engu. Quatremer skrifar á vef sinn Coulisses de Bruxelles að Ísland sé ekki tilbúið til þess að verða aðili að ESB. Hann telur að ESB-aðild verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fjallar um þetta á vef sínum en hann segir að Quatremer sé einn virtasti álitsgjafi um innri málefni Evrópusambandsins og er blogg hans lesið í höfuðstöðvum ESB í Brussel og í Evrópudeildum utanríkisráðuneyta um allan heim.
Vefur Björns Bjarnasonar en þar þýðir hann grein Quatremer