Vilja aðildarviðræður þrátt fyrir Icesave

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. YVES HERMAN

Flestir þingmenn sem sitja í utanríkismálanefnd Evrópuþingsins vilja að Evrópuráðið ákveði á fundi sínum síðar í mánuðinum að hefja aðildarviðræður við Íslands. Skipti þar engu þær deilur sem tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Bretland og Holland eigi við Íslendinga vegna Icesave.

Taka þingmennirnir þar undir orð stækkunarstjóra ESB, Stefan Füle, sem sagði á mánudag að Icesave-deilan ætti ekki að hafa áhrif á umsóknarferli Íslendinga. 

Hinsvegar hefur þýski þingmaðurinn á Evrópuþinginu, Elmar Brok, vissar efasemdir um framhaldið þar sem einungis 33% Íslendinga styðji aðild að ESB og veltir fyrir sér hvort ESB eigi að hefja viðræður við Ísland þar sem allar líkur séu á að aðild verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær