Standa ekki veginum fyrir aðildarviðræðum

Maxime Verhagen.
Maxime Verhagen.

Hollendingar munu ekki koma í veg fyrir að Evrópusambandið hefji viðræður við Ísland um aðild að sambandinu þrátt fyrir Icesave-deiluna. Þetta hefur hollenska fréttastofan ANP eftir utanríkisráðherra Hollands, Maxime Verhagen, í gær. Reuters fréttastofan vísar til ummæla ráðherrans fyrir tveimur vikum þar sem hann sagði að Icesave myndi hafa áhrif á aðildarumsókn Íslands að ESB.

Sem aðildarríki ESB getur Holland komið í veg fyrir að Ísland fái aðild að sambandinu.

ANP fréttastofan hefur eftir Verhagen úr hollenska þinginu í gær að hann vildi frekar fá Íslendinga að samningaborðinu heldur en að þeir snéru baki við Evrópusambandinu. Hins vegar telji hann að Íslendingar verði að semja um skuldir sínar áður en landið verður aðildarríki ESB. Á einn eða annan hátt verðum við að halda áfram með Ísland. Á einn eða annan hátt verðum við að fá peninga okkar aftur, hefur ANP eftir hollenska utanríkisráðherranum.

Talsmaður Verhagen gat ekki staðfest þessi ummæli hans við Reuters þegar eftir því var leitað.

Fjármálaráðherra Hollands sagði á mánu dag að Hollendingar og Bretar væru reiðubúnir að hefja viðræður við Íslendinga á nýjan leik um Icesave.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Loka