Opinberar skuldir ofarlega á baugi

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og Angela Merkell kanslari Þýskalands eru …
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og Angela Merkell kanslari Þýskalands eru í Brussel þar sem fundur ESB fer fram í dag Reuters

Opinberar skuldir aðildarríkja Evrópusambandsins verða ofarlega á baugi á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag. Fastlega er gert ráð fyrir því að leiðtogarnir greiði atkvæði um hvort hefja eigi viðræður um aðild Íslands að bandalaginu fyrir hádegi. Allar líkur eru á að það verði samþykkt.

Meðal þess sem verður rætt á fundi leiðtoganna í dag er hvernig taka eigi á efnahagsmálum Evrópu og þeim komið á beinu brautina á ný.

Er leiðtogum ESB-ríkjanna umhugað um að koma í veg fyrir að skuldavandi  gríska ríkisins breiðist út. Einhver efi er um stöðu mála á Spáni, fimmta stærsta hagkerfi evru-svæðisins, að sögn fréttaritara BBC í Brussel þar sem fundur leiðtoganna verður haldinn í dag.

Spænska ríkisstjórnin hefur kynnt niðurskurð hjá hinu opinbera. Evru-ríkin hafa komið upp 750 milljarða evra sjóði sem er ætlað að koma ríkjum innan svæðisins til aðstoðar ef þau þurfa á að halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær