Sjálfstæðismenn ræða Evrópumál

Unnur Brá Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir

Aukalandsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður um næstu helgi, mun taka afstöðu til þess hvort flokkurinn leggi til að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Allar líkur eru á að slík tillaga verði samþykkt.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, hefur talað fyrir því að það verði gert. Hún segist ekki munu leggja slíka tillögu fram á fundinum, en gerir ráð fyrir að aðrir muni gera það.

Ljóst er að stefnubreytingu þarf í Evrópumálum, því núverandi stefna flokksins gerir ráð fyrir tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu. Af henni varð ekki, umsókn liggur fyrir og samþykki fyrir viðræðum af hálfu sambandsins, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær