Leggja aðildarumsókn til hliðar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir rétt við nú­ver­andi aðstæður að leggja aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu til hliðar.

„Ekki bara vegna fram­kom­inna hót­ana um að ekk­ert verði af sam­komu­lagi nema við göng­um að afar­kost­um Breta, held­ur er líka mik­il­vægt að við nýt­um alla okk­ar krafta til að sigr­ast á þeim efna­hagserfiðleik­um sem við er að glíma.

Þegar því verk­efni er far­sæl­lega lokið verða all­ar for­send­ur fyr­ir hendi til að meta af­stöðu okk­ar til aðild­ar á ný þar sem þjóðin hef­ur verið höfð með í ráðum. En ég vil jafn­framt að eitt sé al­veg skýrt hvað mögu­legt fram­hald þessa máls varðar.

Ef viðræður við Evr­ópu­sam­bandið halda áfram þá er það skylda okk­ar að beita okk­ur af al­efli fyr­ir því að hags­muna Íslands verði gætt í hví­vetna í viðræðuferl­inu. Þá mun Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn gera allt sem í hans valdi stend­ur til að sá samn­ing­ur sem kann að verða gerður við Evr­ópu­sam­bandið verji hags­muni okk­ar Íslend­inga sem allra best. Þjóðin tek­ur svo af­stöðu til samn­ings­ins," sagði Bjarni á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hófst klukk­an 16:00 í Laug­ar­dals­höll­inni.

 Ekki þjóðremba held­ur raun­sætt mat

Bjarni seg­ir full­yrðingu þeirra sem segja að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi misst for­ystu sína í ut­an­rík­is­mál­um þjóðar­inn­ar ekki stand­ast skoðun. Það sem sker úr um hvort flokk­ur hafi for­ystu í ut­an­rík­is­mál­um, er ekki það hvort hann berst fyr­ir inn­göngu í sí­fellt fleiri milli­ríkja­sam­tök.

For­ysta felst miklu frem­ur í staðfastri af­stöðu sem stenst dóm tím­ans og bar­áttu fyr­ir því að Ísland skipi sér á hverri tíð þar í sess meðal þjóða sem skap­ar lands­mönn­um mesta far­sæld, að sögn Bjarna.

„Afstaða Sjálf­stæðis­flokks­ins á því ekk­ert skylt við ein­angr­un­ar­hyggju eða þjóðrembu. Hún bygg­ir á raun­sæu mati á því hvað þjón­ar hags­mun­um Íslend­inga best til langs tíma."

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær