ESB-aðildarsinnar héldu illa á málstað sínum

Björn Bjarnason, Bjarni Benediktsson og Kjartan Gunnarsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins …
Björn Bjarnason, Bjarni Benediktsson og Kjartan Gunnarsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær mbl.is/Árni Sæberg

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að Evr­ópu­sam­bands-aðild­arsinn­ar hafi haldið illa á málstað sín­um á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það hafi átt sinn þátt í því, að niðurstaða fund­ar­ins varð þeim önd­verð. Þetta kem­ur fram á vef Björns. 

Lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins lauk síðdeg­is með samþykkt stjórn­mála­álykt­un­ar, þar sem áréttað er þris­var sinn­um, að flokk­ur­inn vilji hverfa af braut rík­is­stjórn­ar­inn­ar í ESB-aðild­ar­mál­inu. Þá seg­ir í álykt­un­inni, að Íslend­ing­um sé best borgið utan ESB.

„Í morg­un flutti ég ræðu á fund­in­um og sagði frá niður­stöðum í mál­efnaum­ræðum fund­ar­ins kvöldið áður um ut­an­rík­is­mál. Ég sagði, að þar hefði þrem­ur skoðunum verið lýst. 1. Að leggja ESB-um­sókn til hliðar eða draga hana til baka. 2. Að ganga viðræðuferlið á enda og efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu. 3. Að stefna mark­visst að aðild. Sagði ég gögn, sem ég hefði skoðað um umræðurn­ar, benda til þess, að fyrsta skoðunin hefði notið stuðnings flestra.

Þegar fund­ur hófst í stjórn­mála­nefnd fund­ar­ins, töldu ESB-aðild­arsinn­ar, að ég hefði ekki lýst viðhorf­um í mál­efnaum­ræðunum á sann­gjarn­an hátt. Ég svaraði ekki þess­um ásök­un­um, þótt ég teldi þær ekki eiga við rök að styðjast. Fannst mér nokkuð með því unnið að styðja Ein­ar K. Guðfinns­son, formann stjórn­mála­nefnd­ar­inn­ar, í viðleitni hans að ná sam­stöðu um ESB-lið stjórn­mála­álykt­un­ar­inn­ar. Tókst það að lok­um og lýstu all­ir stuðningi við upp­haf­leg­an texta til­lög­unn­ar, eins hann kom frá Ásdísi Höllu Braga­dótt­ur, sem hafði dregið sam­an álykt­un­ar­drög fund­ar­ins á eitt blað.

Á lands­fund­in­um sjálf­um komu fram tvær rót­tæk­ari til­lög­ur í ESB-mál­inu en mála­miðlun­in í stjórn­mála­nefnd­inni. Þær voru báðar samþykkt­ar. þrátt fyr­ir að Bjarni Bene­dikts­son og Ein­ar Krist­inn hefðu lagt til, að þeim yrði vísað til þing­flokks­ins. Lögðu þeir sig þar með enn fram um að milda af­greiðslu máls­ins af til­liti til ESB-aðild­arsinna," skrif­ar Björn á vef sinn í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær