Í samþykktum ályktunum flokksráðsfundar Vinstri grænna kemur m.a. fram að flokkurinn hyggst ræða aðildarumsóknina á sérstöku málefnaþingi næsta haust. Segir í ályktuninni að „forsendur ESB umsóknar [séu] breyttar og í því ljósi [sé] mikilvægt að málið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar.“
Einnig kemur fram í ályktununum að flokksráðið vilji að gripið sé til allra ráða þannig að HS-Orka komist aftur í almenningseigu. Flokksráðið vill ekki útiloka eignarnámsaðgerðir.
Flokksráðið beinir því til stjórnar VG að skipa starfshóp sem færi yfir almennt og sértækt vinnulag innan flokksins. Starfshópurinn eigi að skila „tillögum að úrbótum á starfi flokksins og fjalla um hvernig megi efla það til muna,“ eins og segir í ályktun.
Ályktanirnar má lesa í heild sinni í meðfylgjandi skjali.