Óvíst hvort annað tækifæri gefist

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á flokksfundi í Félagsheimili Seltjarnarness í …
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á flokksfundi í Félagsheimili Seltjarnarness í dag mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að framund­an sé um­sókn­ar­ferlið um Evr­ópu­sam­bandið, bar­áttu­mál jafnaðarmanna um ára­tugi sem þurfi að nýta vel. „Mistak­ist okk­ur í þessu ferli núna er allsend­is óvíst hvort og þá hvenær næsta tæki­færi kem­ur."

Þetta kom fram í ræðu Jó­hönnu á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag.

„Framund­an er einnig það mikla verk­efni að tryggja áfram­hald­andi frið á vinnu­markaði og sátt­ar­gjörð um áfram­hald­andi end­ur­reisn. Flest­ir kjara­samn­ing­ar eru laus­ir frá lok­um þessa árs og vax­andi óánægju og óþreyju gæt­ir aug­ljós­lega inn­an raða launþega og at­vinnu­rek­anda með ástand mála.

Þetta er ekki óeðli­legt, enda reyn­ir á þolrif allra að tak­ast á við vanda eins og þann sem við glím­um við," seg­ir Jó­hanna.

Hún seg­ir að eina leiðin út úr vand­an­um sé sam­starf og sátt allra helstu aðila sam­fé­lags­ins um áfram­hald­andi end­ur­reisn. „Það er ekki val­kost­ur að efna til átaka í þeirri stöðu sem Ísland er í – það á bæði við um stjórn­mála­flokk­ana, aðila vinnu­markaðar­ins og ríki og sveit­ar­fé­lög. Verk­efni okk­ar er að ná sátt og sam­ein­ast um upp­bygg­ing­una sem framund­an er," sagði Jó­hanna enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 27. mars