Þjóðin hefur síðasta orðið

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Golli

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að tutt­ugu ára bar­áttu­máli jafnaðarmanna um aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu séu orðið að veru­leika. Hún seg­ist trúa því að aðild hafi hag­sæld áhrif á land og þjóð. Það sé hins veg­ar þjóðar­inn­ar hafa þar síðasta orðið.

Jó­hanna ávarpaði flokks­fund Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem hald­inn er í Fé­lags­heim­ili Seltjarn­ar­ness í dag.

„Í kjöl­far samþykkt­ar ráðherr­aráðs ESB nú 17. júní, er ljóst að framund­an eru mik­il­væg­ar samn­ingaviðræður um þær for­send­ur sem þátt­taka okk­ar í sam­band­inu mun grund­vall­ast á.

Þar höf­um við allt að vinna og ég trúi því að þessi veg­ferð sem nú er loks­ins haf­in af al­vöru muni leiða til fram­fara og hag­sæld­ar fyr­ir ís­lenska þjóð. Þar einnig mun þjóðin hins­veg­ar hafa síðasta orðið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu burt séð frá hags­mun­um flokka eða stjórn­mála­manna," seg­ir Jó­hanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær