Þjóðin hefur síðasta orðið

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, segir að tuttugu ára baráttumáli jafnaðarmanna um aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu orðið að veruleika. Hún segist trúa því að aðild hafi hagsæld áhrif á land og þjóð. Það sé hins vegar þjóðarinnar hafa þar síðasta orðið.

Jóhanna ávarpaði flokksfund Samfylkingarinnar sem haldinn er í Félagsheimili Seltjarnarness í dag.

„Í kjölfar samþykktar ráðherraráðs ESB nú 17. júní, er ljóst að framundan eru mikilvægar samningaviðræður um þær forsendur sem þátttaka okkar í sambandinu mun grundvallast á.

Þar höfum við allt að vinna og ég trúi því að þessi vegferð sem nú er loksins hafin af alvöru muni leiða til framfara og hagsældar fyrir íslenska þjóð. Þar einnig mun þjóðin hinsvegar hafa síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu burt séð frá hagsmunum flokka eða stjórnmálamanna," segir Jóhanna.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Laugardaginn 21. desember