Sjálfstæðismenn vilja draga umsókn til baka

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins samþykkti rétt í þessu að bæta við stjórn­mála­álykt­un fund­ar­ins að flokk­ur­inn krefj­ist þess að um­sókn um aðild þjóðar­inn­ar að Evr­ópu­sam­band­inu verði dreg­in til baka.

Ljóst er að um mikið hita­mál er að ræða. Sum­ir fund­ar­gest­ir fögnuðu ákaft er niðurstaðan varð ljós, en aðrir gengu af fund­in­um.

Viðbót­in hljóðaði svo: „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn set­ur fram þá skýru kröfu að um­sókn um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu veðri dreg­in til baka án taf­ar.“

Einnig var því bætt við að flokk­ur­inn segi já við að „ís­lensku þjóðinni vegni best utan ESB.“

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Loka