Þrengir ekki stöðu Sjálfstæðisflokksins

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins um helgina.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafn­ar því á heimasíðu sinni í dag að flokk­ur­inn hafi með álykt­un sinni um Evr­ópu­mál um helg­ina þrengt stöðu sína eða vísað ein­hverj­um á dyr sem hafi önn­ur sjón­ar­mið. Í stjórn­mála­álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins kem­ur fram skýr krafa um að um­sókn­in um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) verði dreg­in til baka án taf­ar auk þess sem áréttuð er sú stefna flokks­ins að hags­mun­um Íslands sé bet­ur borgið utan sam­bands­ins.

Ein­ar seg­ir að sú álykt­un sem að end­ingu hafi verið samþykkt hafi verið í fullu sam­ræmi við þá vinnu sem fram hafði farið í stjórn­mála­nefnd flokks­ins á lands­fund­in­um og enn­frem­ur í sam­ræmi við það að þing­menn sjálf­stæðismanna greiddu at­kvæði gegn um­sókn­inni á Alþingi sl. sum­ar.

„Þetta þreng­ir ekki stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Eng­inn stjórn­mála­flokk­ur nema Sam­fylk­ing­in, vill skil­yrðis­lausa aðild að ESB. Vinstri græn­ir keyptu aðild að rík­is­stjórn með Sam­fylk­ingu því verði að éta ofan í sig hug­sjón­ir sín­ar. Hentu sem sagt ESB and­stöðunni út í hafsauga og bera nú jafna ábyrgð á því máli og sam­starfs­flokk­ur­inn í rík­is­stjórn. Þetta er núna að éta flokk­inn inn­an frá, eins og all­ir sjá,“ seg­ir Ein­ar.

Sam­fylk­ing­in ein­angruð

Ein­ar seg­ir að vinstri-græn­ir hafi kosið að skjóta Evr­ópu­mál­un­um á frest á flokks­ráðsfundi sín­um um helg­ina af „ótta við að splundra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu“. Hann seg­ir hins veg­ar ljóst að niðurstaðan hjá þeim sé fyr­ir­sjá­an­leg og muni koma fram síðar.

„Nú er það Sam­fylk­ing­in sem er kom­in í stöðu hins ein­angraða. Þeir eiga ekki sam­leið með nokkr­um öðrum flokki í sam­bandi við ESB. Vilji þeir sitja í rík­is­stjórn verða þeir að gera eins og VG. Éta ofan í sig ESB stefn­una. Það mun hann gera, sá valda­sækni flokk­ur Sam­fylk­ing­in. Eng­um dett­ur annað í hug,“ seg­ir Ein­ar.

Ein­ar seg­ir að lok­um að það hafi verið styrk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins að virða ólík­ar áhersl­ur í ein­stök­um mál­um. Sjálf­stæðis­menn viður­kenndu og virtu þá staðreynd að ólík sjón­ar­mið væru til staðar inn­an flokks­ins í ýms­um mál­um, en það kæmi hins veg­ar ekki í veg fyr­ir að hann ályktaði með af­ger­andi hætti um þau.

Heimasíða Ein­ars K. Guðfinns­son­ar

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær