Ungir framsóknarmenn vilja ESB viðræður

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, telur að mikilvægt sé að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið fái þann lýðræðislega farveg sem hófst með ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar.

„Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, leggur áherslu á mikilvægi þess að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið fái þann lýðræðislega farveg sem hófst með ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar.
 
Um leið og við hörmum yfirborðskennda niðurstöðu sjálfstæðismanna og VG liða í Evrópumálum, hvetjum við þingmenn Framsóknarflokksins að standa með þeirri stefnumörkun sem Framsóknarmenn lögðu fram á fjölmennasta sambandsþingi flokksins í janúar 2009 þar sem samþykkt var að Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu og samningurinn yrði svo settur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
 
Að neita þjóðinni um þann rétt að sjá hvað getur falist í aðild og hvað ekki, er afturhvarf til þjóðfélags pólitískrar þröngsýni, afturhalds og sérhagsmuna. Það er hluti af frjálslyndri hugmyndafræði að leiða mál til lykta með því að taka umræðuna, láta viðræður fara fram og veita þjóðinni rétt að taka sína ákvörðun. Það er gott lýðræði og í takt við kröfur fólks um önnur og betri vinnubrögð í stjórnmálum," segir í ályktun stjórnar Alfreðs.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Mánudaginn 6. janúar