Gætu „tekið Noreg á þetta"

Össur Skarphéðinsson, Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belga og Stefan Füle, stækkunarstjóri …
Össur Skarphéðinsson, Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belga og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB.

Norska dag­blaðið Af­ten­posten fjall­ar í dag um aðild­ar­viðræður Íslend­inga við Evr­ópu­sam­bandið Þar seg­ir að í Brus­sel ótt­ist stjórn­mála­menn­irn­ir að sag­an af aðild­ar­viðræðum Nor­egs end­ur­taki sig. Samn­ing­ur­inn verði felld­ur í þjóðar­at­kvæðagreiðslu eins og Norðmenn gerðu 1972 og 1994.

„Við ósk­um þess auðvitað að Ísland verði með í ESB, en ég held ekki að Íslend­ing­arn­ir séu sama sinn­is. Fleiri dæmi sýna það. Það er aug­ljós­lega stóra vanda­málið. Við mun­um ekki þvinga þá til neins,” er haft eft­ir Evr­ópu­málaráðherra Frakk­lands, Pier­re Lellouche.

Vitnað er í Gallup kann­an­ir hér á landi sem sýna að 60% lands­manna styðji ekki aðild en 26 pró­sent séu fylgj­andi og 14 pró­sent séu óákveðin.

„Ég hef áhyggj­ur af skort­in­um á breiðri þjóðarsátt um aðild að ESB. Þetta sýn­ir að það er þörf fyr­ir meira af hlut­laus­um upp­lýs­ing­um um ESB og stjórn­mál sam­bands­ins,” seg­ir stækk­un­ar­stjór­inn Stef­an Füle.

Vitnað er í Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra um að Ices­a­ve-málið sé stærsta ástæðan fyr­ir and­stöðu fólks við ESB hér á landi. Marg­ir Íslend­ing­ar telji að Brus­sel hafi tekið af­stöðu með Bret­um og Hol­lend­ing­um. Hins veg­ar er það op­in­ber afstaða Fram­kvæmda­stjórn­ar ESB að málið sé á milli land­anna þriggja. Engu að síður líta menn svo á þar, að sögn Af­ten­posten, að Íslend­ing­ar verði að vera bún­ir að ljúka Ices­a­ve mál­inu áður en þeir geta fengið aðild að ESB.

Einnig er fjallað um fisk­veiðar og hval­veiðar sem ásteyt­ing­ar­steina á milli Íslands og ESB. Sam­bandið hafi gefið skýrt til kynna að Íslend­ing­ar muni ekki fá neina sérmeðferð. „Ísland verður að verða meðlim­ur með sömu skil­yrðum og all­ir aðrir. Það geta ekki orðið nein­ar styttri leiðir í því sam­bandi,” seg­ir Lellouche.

Rakið er í Af­ten­posten að ESB hafi haldið því fram að ekki verði hægt að bjóða Íslend­ing­um var­an­leg­ar und­anþágur frá sjáar­út­vegs­mál­um, en að hægt sé að ræða um aðlög­un­araðgerðir. Nefnd eru dæmi um und­anþágur sem önn­ur lönd hafi fengið. Svo sem um snus-sölu í Svíþjóð og nauta­at á Spáni.

Af­ten­posten seg­ir að Íslend­ing­ar ótt­ist að hafið verði tæmt af fiski ef efna­hagslög­sag­an verði opnuð upp á gátt. Fyr­ir þrem­ur árum síðan kom fram sterk gagn­rýni inn­an ESB á sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins og í fyrra kom út svo­kölluð græn­bók um þá stefnu. Þar kem­ur fram að hún hafi reynst afar illa og að menn muni horfa í aukn­um mæli til norska og ís­lenska fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Um­bæt­ur á evr­ópska kerf­inu eiga að fara í gang árið 2013.

Um­fjöll­un Af­ten­posten má lesa hér.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Laugardaginn 29. mars