Kominn tími til að segja stopp

Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Kristinn Ingvarsson

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir erfitt að túlka minnisblað ráðuneytisstjóra um stöðuna í undirbúningi fyrir ESB-aðildarviðræður um landbúnað á annan hátt en að aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu sé hafið.

Í minnisblaðinu segir m.a.: „Samningaferlið um ESB-aðild mun krefjast þess að farið verði fljótt að undirbúa aðlögun landbúnaðarstefnu Íslands að landbúnaðar- og dreifbýlisstefnu ESB.“

„Þá erum við bara komin á allt aðra línu og það kemur ekki til greina af minni hálfu að fara að breyta hér lögum og reglum, samsetningu stofnana og verkefnum og leggja í það mikinn kostnað til þess eins að það sé tilbúið þegar og ef aðildarviðræðum lýkur. Þá er þetta bara orðið hreint aðildarferli. Það er að mínu mati ekki það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma,“ segir Jón Bjarnason í umfjöllun um Evrópumálin í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 22. nóvember