Vilja endurskoða stöðuna

Forystumenn innan VG hafa undanfarið vakið máls á því að …
Forystumenn innan VG hafa undanfarið vakið máls á því að vísbendingar séu um að Ísland sé í aðlögunarferli að Evrópusambandinu. reuters

„Ég skildi það þannig á flokksráðsfundinum þar sem stjórnarsáttmálinn var samþykktur og þetta mál kom upp, að það væri bara verið að athuga hvað væri í boði og það yrði síðan borið undir þjóðina og eftir að það hefði verið gert yrði þetta ferli hafið.“

Þeta segir Arnar Sigurbjörnsson, formaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Suðurnesjum, um aðlögunarferlið að Evrópusambandinu. Ólga er í grasrót VG vegna nýrra upplýsinga um aðildarviðræðurnar.

„En ef staðan er sú að raunverulega sé byrjað á þessu ferli hljótum við að setjast niður og endurskoða afstöðu okkar,“ sagði Arnar og sagðist treysta formanni flokksins til þess að halda utan um málið, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær