Þór telur tillögu um stöðvun viðræðna fráleita

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. YVES HERMAN

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mun ekki styðja tillögu um stöðvun aðildarviðræða við Evrópusambandið og telur hana í raun fráleita. Þetta kemur fram í athugasemd sem Þór hefur ritað við blogg Marðar Árnasonar, þingsmanns Samfylkingarinnar á Eyjunni.

Segir Þór að Þótt þetta hljómi vitleysislega í miðjum aðildarviðræðum er umræðan hins vegar komin í hjólför á svo lágu plani að það er beinlínis pínlegt. „Íslenskir bændasynir kvaddir í Evrópuher“ er bara eitt dæmið. Ég mun ekki styðja tillögu um stöðvun aðildarviðræðna og tel hana í raun fráleita. Það mætti hins vegar lýsa eftir rökum þeirra sem telja að við séum á fullri leið inn og reyna að svara þeim rökum og jafnvel koma til móts við áhyggjur þeirra eins og hægt er."

Sjá nánar hér

Þór Saari
Þór Saari
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Loka