Þór telur tillögu um stöðvun viðræðna fráleita

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. YVES HERMAN

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, mun ekki styðja til­lögu um stöðvun aðild­ar­viðræða við Evr­ópu­sam­bandið og tel­ur hana í raun frá­leita. Þetta kem­ur fram í at­huga­semd sem Þór hef­ur ritað við blogg Marðar Árna­son­ar, þings­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Eyj­unni.

Seg­ir Þór að Þótt þetta hljómi vit­leys­is­lega í miðjum aðild­ar­viðræðum er umræðan hins veg­ar kom­in í hjól­för á svo lágu plani að það er bein­lín­is pín­legt. „Íslensk­ir bænda­syn­ir kvadd­ir í Evr­ópu­her“ er bara eitt dæmið. Ég mun ekki styðja til­lögu um stöðvun aðild­ar­viðræðna og tel hana í raun frá­leita. Það mætti hins veg­ar lýsa eft­ir rök­um þeirra sem telja að við séum á fullri leið inn og reyna að svara þeim rök­um og jafn­vel koma til móts við áhyggj­ur þeirra eins og hægt er."

Sjá nán­ar hér

Þór Saari
Þór Sa­ari
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær