Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mun ekki styðja tillögu um stöðvun aðildarviðræða við Evrópusambandið og telur hana í raun fráleita. Þetta kemur fram í athugasemd sem Þór hefur ritað við blogg Marðar Árnasonar, þingsmanns Samfylkingarinnar á Eyjunni.
Segir Þór að Þótt þetta hljómi vitleysislega í miðjum aðildarviðræðum er umræðan hins vegar komin í hjólför á svo lágu plani að það er beinlínis pínlegt. „Íslenskir bændasynir kvaddir í Evrópuher“ er bara eitt dæmið. Ég mun ekki styðja tillögu um stöðvun aðildarviðræðna og tel hana í raun fráleita. Það mætti hins vegar lýsa eftir rökum þeirra sem telja að við séum á fullri leið inn og reyna að svara þeim rökum og jafnvel koma til móts við áhyggjur þeirra eins og hægt er."