Fréttaskýring: Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?

Undir fald ESB.
Undir fald ESB. reuters

Við erum í inn­göngu­ferli og það verður raun­veru­lega næst­um allt afstaðið þegar við kjós­um um samn­ing­inn,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son, formaður Bænda­sam­taka Íslands.

Bænda­sam­tök­in standa á því fast­ar en fót­un­um að aðild­ar­viðræðurn­ar við Evr­ópu­sam­bandið séu í raun og veru aðlög­un stjórn­sýslu og lög­gjaf­ar á ýms­um sviðum að regl­um sam­bands­ins á meðan samn­ingaviðræðurn­ar standa yfir.

Hafa sam­tök­in enn á ný vakið at­hygli á þessu með því að senda ut­an­rík­is­ráðherra og ut­an­rík­is­mála­nefnd bréf þar sem þess er kraf­ist að staða land­búnaðar­ins í samn­inga­ferl­inu verði skýrð. Taka verði af all­an vafa um að ekki komi neins kon­ar aðlög­un til álita fyrr en gengið hef­ur verið frá aðild­ar­sam­ing­um með stjórn­skipu­leg­um hætti.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins er unnið að svar­bréfi til Bænda­sam­tak­anna í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Deil­ur um hvort aðlög­un­ar­ferlið sé í raun og veru hafið eða hvort ein­göngu er um und­ir­bún­ing að ræða í aðild­ar­viðræðunum við ESB hafa komið upp með reglu­legu milli­bili á umliðnum mánuðum. Á minn­is­blaði ráðuneyt­is­stjóra sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins í sein­asta mánuði er full­yrt að samn­inga­ferlið um ESB-aðild muni krefjast þess að farið verði fljótt að und­ir­búa aðlög­un land­búnaðar­stefnu Íslands að land­búnaðar- og dreif­býl­is­stefnu ESB.

Har­ald­ur seg­ir að þvert á full­yrðing­ar ut­an­rík­is­ráðherra um að eng­ar breyt­ing­ar verði gerðar á lög­gjöf eða stofn­un­um fyrr en úr­slit þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild liggi fyr­ir, þurfi ekki að leita lengi í efni frá ESB til að sjá hið gagn­stæða. Einnig hafi sendi­nefnd­ir sem full­trú­ar bænda hafa tekið á móti ekki dregið neina dul á það.

Stang­ast á við upp­lýs­ing­ar for­manns ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar

Þegar aðild­ar­viðræðunum var ýtt úr vör á ríkjaráðstefn­unni 27. júlí sl. kynnti ESB al­menna af­stöðu til viðræðnanna. Þar er á nokkr­um stöðum fjallað um und­ir­bún­ing Íslands og eft­ir­lit ESB með fram­vindu hans. „Rétt inn­leiðing Íslands á reglu­verk­inu og fram­kvæmd þess, þ.m.t. ár­ang­urs­rík og skil­virk beit­ing af hálfu viðeig­andi stofn­ana á sviði stjórn­sýslu og dóms­mála, mun ákv­arða hversu hratt samn­ingaviðræðurn­ar ganga fyr­ir sig,“ seg­ir þar. Samn­ingaviðræðurn­ar muni grund­vall­ast á stöðu Íslands og hraði þeirra ráðast af því hve vel Íslandi tekst að upp­fylla kröf­ur vegna aðild­ar. Fram­kvæmda­stjórn­in muni fylgj­ast náið með fram­vindu Íslands á öll­um sviðum og upp­lýsa um fram­vind­una meðan á samn­ingaviðræðum stend­ur.






Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Föstudaginn 28. mars