Skiptar skoðanir um ESB komu á óvart

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir að það hafi komið sumum mjög …
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir að það hafi komið sumum mjög á óvart að skiptar skoðanir væru um aðildarumsókn að ESB. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra tók í gær á móti hópi fyrr­ver­andi Evr­ópuþing­manna frá sam­tök­un­um Europe­an Parlia­ment For­mer Mem­bers Associati­on. Seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu að það hafi komið gest­un­um mjög á óvart að skipt­ar skoðanir væru bæði inn­an rík­is­stjórn­ar og Alþing­is um aðild­ar­um­sókn­ina.

Seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu að þeir hafi spurt mjög út í það hvernig hægt væri að vinna að aðild­ar­samn­ingi við slík­ar kring­um­stæður.

Pat Cox frá Írlandi fór fyr­ir hópn­um en meðal gesta voru fyrr­um þing­menn frá mörg­um ESB-ríkj­um, alls 25 manns.

„Á fund­in­um fóru fram mjög hrein­skiptn­ar og góðar umræður. Jón Bjarna­son fór yfir þá mála­flokka sem heyra und­ir hans ráðuneyti og ræddi m.a. af­stöðu sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar til þeirra viðræðna sem nú eiga sér stað um hugs­an­lega ESB aðild Íslands. Þá greindi ráðherra frá af­stöðu sinni og síns flokks til máls­ins.

Jón Bjarna­son ít­rekaði að það væri Alþingi sem hefði samþykkt að senda inn um­sókn um aðild að ESB og jafn­framt sett mjög skýr­ar lín­ur um þær umræður og meg­in­hags­muni Íslands. Ekki mætti víkja frá þeirri stefnu nema með samþykki Alþing­is.

 Þær upp­lýs­ing­ar að mjög skipt­ar skoðanir væru bæði inn­an rík­is­stjórn­ar og Alþing­is um aðild­ar­um­sókn­ina komu sum­um gest­anna mjög á óvart. Spurðu þeir mjög út í það hvernig hægt væri að vinna að aðild­ar­samn­ingi við slík­ar kring­um­stæður," seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 27. mars