Ungverjar í forsæti í ESB

Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban
Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban Reuters

Ungverjar tóku við forsæti í Evrópusambandinu í dag en á sama tíma vekja ný lög í landinu um fjölmiðla upp spurningar um hvort fjölmiðlafrelsi ríkir í landinu. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segir í viðtali í dag að það séu góðar fréttir fyrir Evrópu að Ungverjar fari með forsæti hjá ESB og eitt helsta forgangsmál ríkisins sé að auka samkeppnishæfi hagkerfis ESB.

Á vef Blaðamannafélags Íslands er fjallað um nýju fjölmiðlalögin í Ungverjalandi en þar segir að Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafi opinberlega varað við áhrifum þess að Ungverjaland sitji í forsæti ráðherraráðs ESB fyrri helming næsta árs, og kemur þessi viðvörun í kjölfar umdeildrar lagasetningar í Ungverjalandi um fjölmiðla, þar sem réttindi sem almennt eru talin grundvallarréttindi í Evrópu eru skert. Þetta veki sérstaka athygli hér á landi þar sem í fjölmiðlafrumvarpi sem liggur fyrir alþingi eru ákvæði sem vekja upp svipaðar spurningar og hafa komið upp í Ungverjalandi.

Þingmenn á löggjafaþinginu í Búdapest samþykktu fyrir jólin ný lög sem kváðu á um að sett yrði á fót ný „fjölmiðlanefnd“  sem  hefði vald til að sekta dagblöð sem ekki væru með „jafnvægi í umfjöllun“ sinni.  Evrópusambandið segir að þessi lög stangist á við tjáningarfrelsi og sé bergmál pólitísks tangarhalds á blaðamennsku og fjölmiðlum frá tímum kommúnismans.

Sem áður segir gengur hin umdeilda löggjöf m.a. út á það að fjölmiðlar sem birta efni sem talið er vera í ójafnvægi eða á einhvern hátt ögrandi geti átt von á hárri sekt frá sérstakri fjölmiðlanefnd. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 17. janúar

Fimmtudaginn 16. janúar

Miðvikudaginn 15. janúar

Loka