Ungverjar í forsæti í ESB

Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban
Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban Reuters

Ung­verj­ar tóku við for­sæti í Evr­ópu­sam­band­inu í dag en á sama tíma vekja ný lög í land­inu um fjöl­miðla upp spurn­ing­ar um hvort fjöl­miðlafrelsi rík­ir í land­inu. Vikt­or Or­ban, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, seg­ir í viðtali í dag að það séu góðar frétt­ir fyr­ir Evr­ópu að Ung­verj­ar fari með for­sæti hjá ESB og eitt helsta for­gangs­mál rík­is­ins sé að auka sam­keppn­is­hæfi hag­kerf­is ESB.

Á vef Blaðamanna­fé­lags Íslands er fjallað um nýju fjöl­miðlalög­in í Ung­verjalandi en þar seg­ir að Evr­ópu­sam­band blaðamanna (EFJ) hafi op­in­ber­lega varað við áhrif­um þess að Ung­verja­land sitji í for­sæti ráðherr­aráðs ESB fyrri helm­ing næsta árs, og kem­ur þessi viðvör­un í kjöl­far um­deildr­ar laga­setn­ing­ar í Ung­verjalandi um fjöl­miðla, þar sem rétt­indi sem al­mennt eru tal­in grund­vall­ar­rétt­indi í Evr­ópu eru skert. Þetta veki sér­staka at­hygli hér á landi þar sem í fjöl­miðlafrum­varpi sem ligg­ur fyr­ir alþingi eru ákvæði sem vekja upp svipaðar spurn­ing­ar og hafa komið upp í Ung­verjalandi.

Þing­menn á lög­gjafaþing­inu í Búdapest samþykktu fyr­ir jól­in ný lög sem kváðu á um að sett yrði á fót ný „fjöl­miðlanefnd“  sem  hefði vald til að sekta dag­blöð sem ekki væru með „jafn­vægi í um­fjöll­un“ sinni.  Evr­ópu­sam­bandið seg­ir að þessi lög stang­ist á við tján­ing­ar­frelsi og sé berg­mál póli­tísks tang­ar­halds á blaðamennsku og fjöl­miðlum frá tím­um komm­ún­ism­ans.

Sem áður seg­ir geng­ur hin um­deilda lög­gjöf m.a. út á það að fjöl­miðlar sem birta efni sem talið er vera í ójafn­vægi eða á ein­hvern hátt ögr­andi geti átt von á hárri sekt frá sér­stakri fjöl­miðlanefnd. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Mánudaginn 14. apríl

Sunnudaginn 13. apríl

Laugardaginn 12. apríl

Föstudaginn 11. apríl