KR Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna

Margrét Kara Sturludóttir sækir að körfu Hamars í leik liðanna …
Margrét Kara Sturludóttir sækir að körfu Hamars í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Ómar

KR og Hamar áttust við í hreinum úrslitaleik í Íslandsmótinu í körfuknattleik kvenna klukkan 19:15 í DHL-höllinni í Frostaskjóli. KR sigraði 84:79 og 3:2 í rimmunni. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Atkvæðamestar:

KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27 stig, Hildur Sigurðardóttir 16 stig, 6 fráköst, 8 stoðsendingar. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13 stig, 11 fráköst.

Hamar: Kristrún Sigurjónsdóttir 24 stig, Koren Schram 24 stig. Julia Demirer 18 stig, 11 fráköst. 

40. mín: LEIK LOKIÐ. KR sigraði 84:79 eftir mikinn baráttuleik.

40. mín: Staðan er 83:78. Eftir ótrúlega þriggja stiga körfu frá Schram setti Finora eitt víti niður.  Unnur stal í kjölfarið boltanum af Schram og setti niður tvö víti í framhaldinu þegar um 20 sekúndur eru eftir.

40. mín: Staðan er 80:75 fyrir KR þegar 45 sekúndur eru eftir. Hamar er með boltann og tekur leikhlé. Hvergerðingar verða einfaldlega að skora úr næstu sókn til þess að eiga möguleika. 

39. mín: Staðan er 78:73 fyrir KR. Hamar á boltann. Hildur Sig var að fá sína fimmtu villu hjá KR eftir umdeildann ruðningsdóm. 

38. mín: Staðan er 77:69 fyrir KR. Ágúst Björgvinsson þjálfari Hamars tekur leikhlé. Unnur Tara hefur skorað 24 stig fyrir KR og Kristrún jafn mikið fyrir Hamar. Demirer er komin með 4 villur hjá Hamri.

36. mín: Staðan er 72:67 fyrir KR. Hamar hefur skorað síðustu fjögur stigin en síðustu mínútur hafa einkennst af mikilli baráttu.  Íris Ásgeirsdóttir var að fá sína fimmtu villu og kemur ekki meira við sögu í leiknum.

33. mín: Staðan er 72:63 fyrir KR. Útlitið er gott hjá KR-konum þessa stundina og stemningin virðist vera þeirra megin. 

30. mín: Staðan er 64:58 fyrir KR að loknum þriðja leikhluta.  Spennan verður gríðarleg í síðasta leikhlutanum. 1200 manns í húsinu og spennustigið er geysilega hátt hjá leikmönnum. 

27. mín: Staðan er 56:47 fyrir KR. Leikurinn er afskaplega líflegur þessa stundina og liðin keppast við að skora. KR náði mest 14 tíma forskoti en þá komu sex stig frá Kristrúnu sem er komin með 22 stig. 

25. mín: Staðan er 47:39 fyrir KR. Frábær sprettur KR-kvenna sem eru 14:2 yfir í þriðja leikhluta.  Unnur Tara Jónsdóttir hefur verið drjúg í stigaskorun hjá KR á þessum kafla en vörnin er fyrst og fremst góð eins og hún var í fyrsta leikhluta.

22. mín: Staðan er 41:39 fyrir KR. Margrét Kara byrjaði síðari hálfleikinn á því ða setja niður þriggja stiga skot. Barátta Signýjar Hermannsdóttur og Juliu Demirer undir körfunni er að verða ansi áhugaverð.

20. mín: Staðan er 33:37 fyrir Hamar að loknum fyrri hálfleik. Eftir slakan fyrsta leikhluta náðu Hvergerðingar áttum í öðrum leikhluta og eru yfir þrátt fyrir að Julia Demirer hafi haft frekar hægt um sig. Kristrún er stigahæst með 15 stig hjá Hamri en Hildur Sigurðardóttir hefur dregið vagninn hjá KR og er með 10 stig. Hún þarf að taka stjórnina hjá KR ef liðinu á að takast að sigra.

19. mín: Staðan er  31:34 fyrir Hamar. Þetta lá í loftinu en Hamar var að komast í fyrsta skipti yfir síðan í stöðunni 0:2. Kristrún hefur farið á kostum og er með 15 stig en Kören Schram hefur einnig leikið vel og er mðe 9 stig.

17. mín: Staðan er 27:26 fyrir KR. Hamar hefur ekki tekist að jafna metin  enn sem komið er en eru afskaplega nálægt því. Það virðist vanta einhverja til þess að taka af skarið hjá KR-liðinu. Margrét Kara Sturludóttir er komin með þrjár villur en hún hefur verið að valda Kristrúnu.

14. mín: Staðan er 20:18 fyrir KR. Leikurinn er kominn í jafnvægi og KR getur nagað sig í handarbökin að hafa ekki náð almennilegu forskoti í fyrsta leikhluta. Helga Einarsdóttir er komin með þrjár villur hjá KR.

10. mín: Staðan er 15:11 fyrir KR að loknum fyrsta leikhluta. Hamar er í ótrúlega góðri stöðu miðað við leik liðsins í fyrsta leikhluta.  KR lék mjög góða vörn en sóknarleikurinn var óagaður og mikið um erfiðar skottilraunir. 

7. mín: Staðan er 15:8 fyrir KR. Gestirnir eiga í vandræðum í sókninni og Kristrún Sigurjónsdóttir er sú eina í þeirra röðum sem er ógnandi. Kristrún er með 6 af 8 stigum Hamars.

3. mín: Staðan er 6:2 fyrir KR. Hildur Sigurðardóttir byrjar með miklum látum og hefur skorað tvær þriggja stiga körfur fyrir KR.

Hart barist í viðureign KR og Hamars í kvöld.
Hart barist í viðureign KR og Hamars í kvöld. mbl.is/Ómar
Áhorfendur eru vel með á nótunum í DHL-höllinni í kvöld.
Áhorfendur eru vel með á nótunum í DHL-höllinni í kvöld. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Íþróttir, Körfubolti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Sunnudaginn 24. nóvember

Laugardaginn 23. nóvember

Föstudaginn 22. nóvember

Fimmtudaginn 21. nóvember

Miðvikudaginn 20. nóvember

Þriðjudaginn 19. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Sunnudaginn 17. nóvember