Hlynur og Signý bestu leikmennirnir

Hlynur Bæringsson var kjörinn sá besti í karlaflokki.
Hlynur Bæringsson var kjörinn sá besti í karlaflokki. mbl.is/hag

Hlynur Bæringsson úr Snæfelli og Signý Hermannsdóttir úr KR voru í kvöld útnefnd bestu leikmennirnir í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í körfuknattleik, á lokahófi KKÍ.

Hlynur var jafnframt kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitakeppni karla en Unnur Tara Jónsdóttir úr KR var hinsvegar valin besti leikmaðurinn í úrslitakeppni kvenna.

Bestu ungu leikmennirnir voru kjörin Ægir Þór Steinarsson úr Fjölni og Guðbjörg Sverrisdóttir úr Hamri.

Bestu þjálfararnir voru kjörnir Ingi Þór Steinþórsson úr Snæfelli í karlaflokki og Benedikt Guðmundsson úr KR í kvennaflokki.

Úrvalslið deildanna voru þannig skipuð:

Úrvalslið Iceland Express deildar kvenna:
Hildur Sigurðardóttir, KR
Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamri
Margrét Kara Sturludóttir, KR
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík
Signý Hermannsdóttir, KR

Úrvalslið Iceland Express deildar karla:
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Brynjar Þór Björnsson, KR
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli
Hlynur Bæringsson, Snæfelli

Morgunblaðið hlaut fjölmiðlaverðlaun KKÍ, annað árið í röð.

Aðrar viðurkenningar:

Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla: Ómar Örn Sævarsson, Grindavík
Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna: Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukum

Besti erl. leikm Iceland Express-deild kvenna: Heather Ezell, Haukum
Besti erl. leikm. í Iceland Express-deild karla: Justin Shouse, Stjörnunni

Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR
Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild karla: Hlynur Bæringsson, Snæfelli.

Besti dómari Iceland Express-deildum: Sigmundur Már Herbertsson

Úrvalslið 1.deildar karla:
Sævar Haraldsson – Haukar
Baldur Ragnarsson – Þór Þorlákshöfn
Hörður Hreiðarsson – Valur
Óðinn Ásgeirsson – Þór Akureyri
Grétar Erlendsson – Þór Þorlákshöfn

Besti leikmaður 1.d.karla:
Grétar Erlendsson – Þór Þorlákshöfn

Besti þjálfari 1.d. karla:
Borce Ilievski - KFÍ

Úrvalslið 1.deildar kvenna:
Íris Gunnarsdóttir – Skallagrímur
Erna Rún Magnúsdóttir – Þór Ak.
Eva María Grétarsdóttir – Fjölnir
Gréta María Grétarsdóttir – Fjölnir
Salbjörg Sævarsdóttir – Laugdælir

Besti leikmaður 1.d.kvenna:
Gréta María Grétarsdóttir – Fjölnir

Besti þjálfari 1.d. kvenna:
Eggert Maríuson - Fjölnir

Áhorfendaverðlaun 2009-2010
Stuðningsmenn Snæfells

Silfurmerki KKÍ:
Ágúst Kárason
Sigmundur Már Herbertsson

Gullmerki KKÍ:
Svali Björgvinsson

Signý Hermannsdóttir var valin best í kvennaflokki.
Signý Hermannsdóttir var valin best í kvennaflokki. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Íþróttir, Körfubolti — Fleiri fréttir

Í gær

Laugardaginn 21. desember

Föstudaginn 20. desember

Fimmtudaginn 19. desember

Miðvikudaginn 18. desember

Þriðjudaginn 17. desember

Mánudaginn 16. desember

Sunnudaginn 15. desember

Laugardaginn 14. desember

Föstudaginn 13. desember

Fimmtudaginn 12. desember