Yfirgefa ríkisstjórn

Ríkisstjórnin sem sat sinn síðasta ríkisráðsfund í dag á Bessastöðum
Ríkisstjórnin sem sat sinn síðasta ríkisráðsfund í dag á Bessastöðum mbl.is/Ómar Óskarsson

Þeir fjór­ir ráðherr­ar, sem víkja úr rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur yf­ir­gáfu rík­is­ráðsfund á Bessa­stöðum rétt í þessu.  Tveir nýir ráðherr­ar taka sæti í rík­is­stjórn­inni en í heild fækk­ar ráðherr­um úr 12 í 10.

Kristján L. Möller sagðist stolt­ur af sín­um störf­um og beindi þeim til­mæl­um til eft­ir­manns síns að láta ekki sam­göngu­mál­in týn­ast í stóru ráðuneyti inn­an­rík­is­mála. Ögmund­ur Jónas­son tek­ur nú við ráðuneyt­um sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála og dóms­mála- og mann­rétt­inda­mál­um. 

Þá kvaðst Gylfi Magnús­son, sem læt­ur af embætti efna­hags- og viðskiptaráðherra, gera ráð fyr­ir því að hann snúi aft­ur í Há­skóla Íslands til kennslu. Hann kvað viðbrögð sín við dóm­um Hæsta­rétt­ar um ólög­mæti geng­is­trygg­ingu ís­lenskra lána ekki hafa flýtt fyr­ir brott­hvarfi hans úr rík­is­stjórn, uppá­kom­an hafi þó verið óþægi­leg. Árni Páll Árna­son tek­ur við efna­hags­mál­um í rík­is­stjórn­inni en hann hef­ur verið fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra.

Ragna Árna­dótt­ir, sem læt­ur af embætti dóms- og mann­rétt­indaráðherra, sagði í sam­tali við frétta­menn að hún væri ekki viss um hvað taki við hjá henni. Henni hafi liðið vel í ráðuneyt­inu en haft nóg að gera. Þá kvað hún það ekki vera vanda­mál að nýr ráðherra dóms­mála sé ekki lög­lærður enda eigi það sér for­dæmi.

Álf­heiður Inga­dótt­ir, sem læt­ur af embætti heil­brigðisráðherra, seg­ist kveðja sátt og þess­ar breyt­ing­ar styrki rík­is­stjórn­ina vegna þess að ráðherr­um fækki. Guðbjart­ur Hann­es­son tek­ur við heil­brigðismál­um og fé­lags- og trygg­inga­mál­um. 

Hin nýja rík­is­stjórn sit­ur enn á rík­is­ráðsfundi.

Ný ríksstjórn Íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum
Ný ríks­stjórn Íslands á rík­is­ráðsfundi á Bessa­stöðum mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær