Sýknuð af ákæru fyrir brot gegn Alþingi

Mikill fjöldi fólks var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Mikill fjöldi fólks var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði ní­menn­ing­ana svo­nefndu af ákæru fyr­ir brot gegn stjórn­skip­an rík­is­ins og æðstu stjórn­völd­um þess með því að fara inn í Alþing­is­húsið og upp á þing­pall­ana þar.

Brot gegn því ákvæði hegn­ing­ar­lag­anna varðar allt að ævi­löngu fang­elsi ef það er mjög al­var­legt.

Í dómn­um seg­ir, að fólkið hafi hist hjá Iðnó við Tjörn­ina og lagt þar á ráðin um það að fara inn í Alþing­is­húsið og upp á þing­pall­ana til þess að mót­mæla ástandi í efna­hags- og stjórn­mál­um lands­ins, krefjast af­sagn­ar ráðherra og aðgerða til úr­bóta. 

Til fund­ar­ins og mót­mæl­anna var boðað með dreifimiðum á Aust­ur­velli laug­ar­dag­inn áður á al­menn­um mót­mæla­fundi sem þar var hald­inn. 

Héraðsdóm­ur seg­ir, að ekki hafi komið fram nein vís­bend­ing um það í mál­inu að það hafi bein­lín­is vakað fyr­ir fólk­inu að taka al­mennt ráð af þing­inu eða að kúga það í ein­stöku máli.  

„Ákærðu, sem voru óvopnuð, fóru í hópi 20–30 manna inn í Alþing­is­húsið og var för­inni heitið á þing­pall­ana (eins og bein­lín­is er tekið fram í ákær­unni) en ekki inn í þing­rýmið.  Sem fyrr seg­ir er eng­in vís­bend­ing í mál­inu um það að ákærðu hafi ætlað sér að aðhaf­ast annað en að láta heyra í sér mót­mæli vegna ástands­ins í land­inu frá þing­pöll­un­um.  Verður með engu móti talið að fyr­ir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að at­hafn­ir þeirra geti tal­ist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin.  Ber sam­kvæmt þessu að sýkna öll ákærðu af ákæru fyr­ir brot gegn 1. mgr. 100. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga," seg­ir í dómn­um.

Hóp­ur­inn var einnig sýknaður af ákæru fyr­ir hús­brot og fyr­ir að hafa í fé­lagi brotið gegn vald­stjórn­inni. Þrjú úr hópn­um voru fund­in sek um brot gegn vald­stjórn­inni og ein kona var fund­in sek um að hafa óhlýðnast lög­reglu.

Dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær