Umhverfisnefnd Alþingis ætlar á föstudag að halda opinn fund um málefni Vatnajökulsþjóðgarðs. Gestur fundarins verður Svandís Svavarsdóttir sem í vikunni samþykkti umdeilda verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn. Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis.
Í tilkynningu frá Merði Árnasyni, formanni nefndarinnar, kemur fram að fundurinn er haldinn að frumkvæði þingmannanna Birgis Ármannssonar og Kristjáns Þórs Júlíussonar. Einkum verður fjallað um nýsamþykkta verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn.
Bein útsending verður frá fundinum á alþingisrásinni og vef alþingis, althingi.is. Hann hefst kl. 16 og stendur til um það bil 17.15.
Sjá reglur um opna fundi þingnefnda hér: http://www.althingi.is/vefur/reglur_opnir-fundir
Í Morgunblaðinu á morgun verður fjallað nánar um verndaráætlunina og gagnrýni á hana.