Matvælaverð í heiminum hækkar enn

Hátt matvælaverð kemur illa við fátækt fólk í heiminum.
Hátt matvælaverð kemur illa við fátækt fólk í heiminum. Reuters

Heimsmarkaðsverð á matvælum hækkaði enn í febrúar og hefur aldrei mælst hærra. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að þetta sé áttundi mánuðurinn í röð sem matvælaverð hækkar.

Verð á kornvörum, mjólkurafurðum og sykur hefur hækkað mest. Þessar miklu hækkanir koma afar illa við fátækt fólk í heiminum. Þessi þróun leiðir einnig til þess að það fjölgar í hópi þeirra sem lifa undir fátæktarmörkum. Sum lönd hafa brugðist við hærra matarverði með því að auka niðurgreiðslur á matvælum, en það leiðir aftur til þess að halli á ríkissjóði eykst.

mbl.is

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 20. desember

Fimmtudaginn 19. desember

Miðvikudaginn 18. desember

Þriðjudaginn 17. desember

Mánudaginn 16. desember

Sunnudaginn 15. desember

Loka