Goslokin sett klukkan 7 á laugardag

Gígurinn í Grímsvötnum.
Gígurinn í Grímsvötnum. mbl.is/Björn Oddsson

Goslok í Grímsvötnum að þessu sinni hafa verið sett klukkan 7 að morgni laugardagsins 28. maí.

Í stöðuskýrslu Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands segir, að á laugardagsmorgun klukkan 6:30 hafi dregið verulega úr óróa á Grímsfjalli og hann var hann með öllu horfinn klukkan 7. Frá því á fimmtudag hafði óróinn verið slitróttur.

Í dag hafi síðan verið  staðfest af leiðangursmönnum í vorferð  Jöklarannsóknarfélags Íslands að gosi í Grímsvötnum væri lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag